Loris Karius, markvörður Besiktas, gerði sig sekan um slæm mistök í kvöld er liðið mætti Malmö.
Besiktas var talið sigurstranglegra fyrir leik gegn þeim sænsku í kvöld en tapaði 2-0.
Karius var ekki sannfærandi í fyrra marki Besiktas en fyrirgjöf kom inn frá hægri sem fór yfir Þjóðverjann og í netið.
Karius ætlaði að slá boltann yfir en hitti knöttinn ekki og fór hann alla leið í netið.
Hann komst í fréttirnar í maí er hann gerði sig sekan um tvö afar slæm mistök í úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid.
Myndband af atviki kvöldsins má sjá hér.
Karius still suffering from concussion. Guy needs to retire ? pic.twitter.com/5QRsbGUvK8
— Simply Utd (@SimplyUtd) 4 October 2018