Birkir Bjarnason, leikmaður Aston Villa og íslenska landsliðsins, á aðdáendur um allan heim.
Kona að nafni Erika Beatriz er mikill aðdáandi Birkis en hún kemur frá Síle og hefur heimsótti Íslands nokkrum sinnum.
Beatriz er aðdáandi Villa og er Birkir hennar uppáhalds leikmaður. Þetta segir hún á Twitter-síðu sinni.
Beatriz sendi Birki treyju Colo-Colo fyrir nokkrum mánuðum en það er liðið sem Beatriz styður í heimalandinu.
Birkir kom henni svo á óvart á dögunum og tók mynd af sér í treyjunni umtöluðu og sendi henni.
,,Skelf ég ennþá? Já. Ef þið veltið fyrir ykkur af hverju ég elska hann svona mikið, þetta er ástæðan,“ skrifaði Beatriz á meðal annars um birki.
,,Hann er ofurstjarnan mín og veldur mér aldrei vonbrigðum.“
Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni.
A few months back I gave my idol the t-shirt of my favourite football team @ColoColo And today he went and sent me this. Am I still shaking? Yes, I am. So when you wonder why I love him so much, this is why. He is my super star and never lets me down ?? #BirkirBjarnason pic.twitter.com/k9jZbOTYGx
— Erika Beatriz (@erikabeatriz78) 4 October 2018