

Gylfi Þór Sigurðsson er í algjörum sérflokki þegar kemur að markaðsvirði íslenskra knattspyrnumanna.
Það er vefurinn Transfermarkt sem heldur utan um slíka tölfræði. Þar er Gylfi metinn á 3,9 milljarða íslenskra króna.
Samningsstaða, aldur og hvað leikmaður er að gera innan vallar hefur áhrif á svona hluti.
Alfreð Finnbogason kemur næstur á eftir Gylfa en markaðsvirði hans er 1,57 milljarður íslenskra króna.
Jóhann Berg Guðmundsson er svo í þriðja sætinu en virði hans er 1,3 milljarður í dag.
Ragnar Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson ásamt fleirum koma svo þar á eftir. Samantekt um þetta er hér að neðan.

1) Gylfi Þór Sigurðsson (Everton) – 3,9 milljarðar íslenskra króna

2) Alfreð Finnbogason (Augsburg) – 1,57 milljarður íslenskra króna

3) Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) – 1,3 milljarður íslenskra króna

4) Ragnar Sigurðsson (Rostov) – 525 milljónir íslenskra króna

5) Sverrir Ingi Ingason (Rostov) – 420 milljónir íslenskra króna

6) Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskvu) – 368 milljónir íslenskra króna

7-10) – Aron Einar Gunnarsson (Cardiff) – 328 milljónir íslenskra króna

7-10) Jón Daði Böðvarsson (Reading) – 328 milljónir íslenskra króna

7-10) Viðar Örn Kjartansson (Rostov) – 328 milljónir íslenskra króna

7-10) Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon) – 328 milljónir íslenskra króna