Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Everton var heldur betur í stuði um helgina þegar Everton vann Fulham.
Gylfi skoraði tvö góð mörk í sigrinum og var lang besti maður vallarins.
Liverpool og Chelsea gerðu jafntefli um helgina en West Ham lék sér að Manchester United.
Arsenal vann góðan sigur og sömu sögu er að segja af Tottenham. Jóhann Berg Guðmundsson skoraði og lagði upp í sigri Burnley á Cardiff.
BBC hefur valið lið helgarinnar en þar er Gylfi í góðum hópi.