Framherjinn Alfreð Finnbogason er mættur aftur á völlinn en hann hefur verið að glíma við meiðsli í dágóðan tíma.
Alfreð sneri aftur á völlinn í dag en Augsburg spilar nú við Freiburg í þýsku Bundesligunni.
Staðan er 2-0 fyrir Augsburg eftir fyrri hálfleikinn og skoraði Alfreð annað mark liðsins í leiknum.
Mark Alfreðs var einstaklega fallegt en hann skoraði með hælspyrnu eftir fyrirgjöf frá hægri.
Það er frábært að sjá okkar mann komast aftur á skrið en hann hefur verið duglegur að skora í Þýskalandi.
Hér má sjá mark hans í dag.
Boooom Finnbogason. Messan eftir smá pic.twitter.com/pRiWq0vodh
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) 30 September 2018