fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Tekur Pedro Hipólito við ÍBV?

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 29. september 2018 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pedro F. Hipólito hefur átt í viðræðum um að taka við ÍBV og líkur eru á að hann taki við liðinu. Þetta herma heimildir 433.is.

Hipólito lét af störfum sem þjálfari Fram á dögunum eftir að tímabilinu lauk í 1. deildinni.

Hjá Fram var Ólafur Brynjólfsson aðstoðarþjálfari hans, ekki er öruggt að hann fari með Hipólito til Eyja. Þeir félagar náðu ágætis árangri með Fram við mjög erfiðar aðstæður.

Samkvæmt heimildarmanni 433.is í Grindavík eru Pedro og Ólafur í stúkunni á leik Grindavíkur og ÍBV.

Þessi þjálfari frá Portúgal ku hafa rætt við ÍBV en málið mun skýrast á næstunni.

Kristján Guðmundsson mun láta af störfum sem þjálfari ÍBV síðar í dag, þegar leik liðsins gegn Grindavík er á enda.

ÍBV leitar því að eftirmanni hans en fleiri hafa verið orðaðir við starfið, þar á meðal Ian Jeffs, sem var með kvennaliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni