Það er búið að draga í næstu umferð enska deildarbikarsins og verða nokkrar skemmtilegar viðureignir spilaðar.
Frank Lampard, fyrrum leikmaður Chelsea, snýr aftur heim á Stamford Bridge en hann lék lengi með félaginu og er í miklu uppáhaldi.
Lampard er í dag stjóri Derby í næst efstu deild og sló liðið Manchester United úr leik í síðustu umferð.
Það fer fram hörkuleikur á London Stadium þar sem Tottenham heimsækir West Ham.
Arsenal fær þá lið Blackpool í heimsókn og Manchester City tekur á móti úrvalsdeildarliði Fulham.
Hér má sjá dráttinn.
Manchester City vs Fulham
Bournemouth vs Norwich
Arsenal vs Blackpool
Leicester vs Everton eða Southampton
West Ham vs Tottenham
Middlesbrough vs Crystal Palace
Chelsea vs Derby
Burton vs Nottingham Forest