Hinn efnilegi Sigurður Dagsson er á leið á reynslu í Þýskalandi en hann er á mála hjá Val hér á landi.
Sigurður þykir mikið efni en faðir hans er Dagur Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í handbolta.
Þýska stórliðið RB Leipzig hafði samband við Val og hefur boðið Sigurði að koma og æfa hjá félaginu.
Það er stórt fyrir þennan efnilega leikmann en RB Leipzig er í efstu deild í Þýskalandi og leikur í Evrópudeildinni.
Sigurður er partur af 2. flokki Vals og hefur augljóslega vakið athygli fyrir sína frammistöðu.
Tilkynning Vals:
Þýska úrvalsdeildarliðið RB Leipzig hefur boðið Sigurði Dagssyni, leikmanni 2. flokks Vals í knattspyrnu, til æfinga hjá félaginu.
Ánægjulegar fréttir og við óskum Sigurði góðs gengis.