Nú er í gangi leikur Sheffield Wednesday og Leeds en liðin eigast við í ensku Championship-deildinni.
Leeds hefur verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en það voru heimamenn sem komust yfir.
Það var Adam Reach sem skoraði markið fyrir Sheffield og þar með eitt fallegasta mark ársins.
Reach tók sénsinn fyrir utan teig og þrumaði boltanum á lofti sem fór í stöng og inn.
Markið er einfaldlega stórbrotið og má sjá hér fyrir neðan.
WHAT A GOAL ADAM REACH #SWFC pic.twitter.com/fWvPGPMSZJ
— Callum Toone (@toonecallum) 28 September 2018
REACH WHAT A GOAL ?? pic.twitter.com/4tQdHwfUFM
— Top Bin TV (@TopBinTV1) 28 September 2018