Eden Hazard, leikmaður Chelsea, skoraði töframark í vikunni er hann tryggði liðinu 2-1 sigur gegn Liverpool í deildarbikarnum.
Hazard fagnaði með því að renna sér á hnjánum fyrir framan stuðningsmenn Chelsea á Anfield.
Belginn var að gera það í síðasta skiptið á ferlinum en hann fagnar mörkum sínum oft með því að renna sér á grasinu.
Hazard ræddi við Chelsea TV í dag og greinir þar frá því að fagnið sé komið á hilluna.
,,Sjáðu fagnið mitt, sjáðu þegar ég renni mér á hnjánum. Ég þarf að hætta þessu,“ sagði Hazard.
,,Það er eins og það sé kviknað í hnjánum á mér. Ég mun ekki fagna svona aftur.“