Ensk götublöð fjalla í dag um Gylfa Þór Sigurðsson og unnustu hans sem er Alexandra Helga Ívarsdóttir.
Enskir miðlar eru duglegir að fjalla um unnustur leikmanna í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alexandra ratar á forsíður blaðanna en hún var eitt sinn, ungfrú Ísland.
Í umfjöllun dagsins er sagt að Gylfi og Alexandra séu David Beckham og Victoria, Íslendinga.
,,Sjáið ‘Posh n Becks Íslands’, Gylfa Þór Sigurðsson og hans gullfallegu unnustu, Alexöndru Ívarsdóttir,“ er skrifað um Alexöndru í dag.
,,Þetta ofurpar er eitt frægasta parið á eldfjallaeyjunni.“