Grínistinn Karl Pilkington er stuðningsmaður Manchester United en hann hefur verið aðdáandi í þónokkur ár.
Pilkington er þó þreyttur á því sem er í gangi hjá sínu félagi í dag og þolir ekki leikstíl liðsins undir stjórn Jose Mourinho.
Pilkington líkir liði United við skjaldböku sem hann átti á sínum tíma, eitthvað sem þú veist af en nennir ekki að fylgjast mikið með.
,,Ég óska þess aðeins að ég gæti breytt um lið aftur því Manchester City eru ansi góðir er það ekki?“ sagði Pilkington.
,,Það má samt ekki, er það? Ég fatta það núna þegar ég er orðinn eldri, þetta snýst allt um að vera trúr þínu félagi ekki satt?“
,,Að styðja Manchester United er eins og að eiga skjaldböku. Ég átti skjaldböku og það er ekkert gaman að fylgjast með þeim.“
,,Þú fylgist eiginlega ekkert með þeim en það fylgir ákveðin ábyrgð að sýna þeim smá áhuga.“
,,Það er það sem ég geri, ég fylgist með þeim með öðru auganu. Ég horfi ekki á alla leiki því það væri tímasóun í 90 mínútur.“
,,Ég skoða bara úrslitin og það er bónus ef þeir vinna leikinn. Ég býst ekki við neinu lengur.“