fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Frank Lampard og félagar unnu á Old Trafford – Burnley tapaði óvænt

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 21:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United er úr leik í enska deildarbikarnum eftir leik við Derby County á Old Trafford.

United komst yfir snemma leiks með marki frá Juan Mata og var staðan 1-0 fyrir heimamönnum í hálfleik.

Harry Wilson, lánsmaður frá Liverpool, jafnaði hins vegar metin fyrir Derby í síðari hálfleik með stórkostlegu aukaspyrnumarki.

Ekki löngu síðar fékk Sergio Romero, markvörður United, að líta beint rautt spjald fyrir að snerta boltann með höndunum fyrir utan teig.

Derby var mun sterkari aðilinn eftir rauða spjaldið og skoraði annað mark á 87. mínútu leiksins er Jack Marriott skoraði með skalla eftir frákast.

Staðan var 2-1 þar til á 95. mínútu leiksins er varamaðurinn Marouane Fellaini tryggði United vítakeppni með skallamarki.

Í vítakeppninni hafði Derby að lokum betur og fer áfram í næstu umferð á kostnað United.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru einnig úr leik eftir leik við smálið Burton.

Burton leikur í þriðju efstu deild og hafði betur 2-1. Jóhann lagði upp eina mark Burnley sem komst yfir í leiknum.

Manchester City var í engum vandræðum með lið Oxford og hafði betur örugglega með þremur mörkum gegn engu.

Það var boðið upp á dramatík er Bournemouth sló lið Blackburn út. Bournemouth hafði að lokum betur 3-2 með marki í uppbótartíma.

Leicester vann þá lið Wolves í vítakeppni, Crystal Palace lagði West Brom 3-0, Fulham sló Millwall úr leik, Norwich sigraði Wycombe 4-3 og Blackpool hafði betur gegn QPR, 2-0.

Hér má sjá helstu úrslit og markaskorara.

Manchester United 2-2 Derby (Derby áfram eftir vítakeppni)
1-0 Juan Mata
1-1 Harry Wilson
1-2 Jack Marriott
2-2 Marouane Fellaini

Burton 2-1 Burnley
0-1 Kevin Long
1-1 Liam Boyce
2-1 Jamie Allen

Oxford 0-3 Manchester City
0-1 Gabriel Jesus
0-2 Riyad Mahrez
0-3 Phil Foden

Wolves 0-1 Leicester(eftir vítakeppni)

Millwall 1-3 Fulham
0-1 Joe Bryan
0-2 Luca de la Torre
1-2 Tom Elliott
1-3 Cyrus Christie

Bournemouth 3-2 Blackburn
1-0 Junior Stanislas
2-0 Jordon Ibe(víti)
2-1 Craig Conway
2-2 Adam Armstrong(víti)
3-2 Callum Wilson

West Brom 0-3 Crystal Palace
0-1 Andros Townsend
0-2 Patrick van Aanholt
0-3 Andros Townsend

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiginkona og börn Jota mæta á Anfield í kvöld – Hún birtir hjartnæma mynd

Eiginkona og börn Jota mæta á Anfield í kvöld – Hún birtir hjartnæma mynd
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

City að lána norska undrabarnið til Boro

City að lána norska undrabarnið til Boro
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð
433Sport
Í gær

City hafnaði Tottenham – Vilja miklu hærri upphæð

City hafnaði Tottenham – Vilja miklu hærri upphæð
433Sport
Í gær

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir