fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Eignaðist þrjú börn með þremur konum á sex vikum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 23. september 2018 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saido Berahino, leikmaður Stoke City á Englandi, hefur komið sér í fréttirnar fyrir ansi sérstakan hlut.

Berahino er leikmaður Stoke í dag en hann gerði áður góða hluti með West Bromwich Albion og var orðaður við stærri lið.

Vandræði utan vallar hafa þó gert Berahino lífið leitt og virðist hann ekki ætla að taka stóra skrefið á ferlinum.

Hann hefur verið í erfiðleikum hjá Stoke og hefur aðeins gert eitt mark á 913 dögum sem er afar slæmt fyrir framherja.

Í dag er greint frá því að Berahino hafi eignast þrjú börn með þremur konum á aðeins sex vikum nú í sumar.

Enskir miðlar segja að Berahino hafi eignast þrjú börn frá 30. maí til 17. júlí og er nú í viðræðum við lögfræðinga.

Berahino er skráður sem faðir tveggja þeirra en annar maður er inni í myndinni hjá þriðja barninu og segist vera faðirinn. Berahino reynir að leysa úr því máli.

Það er ansi stórt stökk fyrir Berahino að gerast þriggja barna faðir á aðeins nokkrum vikum og hefur hann alls ekki verið feiminn utan vallar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands