fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Plús og mínus – Geislar af honum sjálfstraustið

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. september 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR vann sterkan sigur í Pepsi-deild karla í dag er liðið fékk Keflavík í heimsókn á Alvogen-völlinn.

Frans Elvarsson kom Keflavík óvænt yfir í dag en heimamenn svöruðu svo fyrir sig með þremur mörkum.

Pálmi Rafn Pálmason komst tvisvar á blað fyrir KR og Atli Sigurjónsson gerði eitt mark.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Atli Sigurjónsson var frábær á KR-vellinum í dag, gerði vel svo oft í leiknum og kórónaði frábæran leik með góðu marki. Geislar af honum sjálfstraustið.

Dagur Dan Þórhallsson miðjumaður Keflavíkur virðist vera mikið efni. Var besti leikmaður Keflavíkur í leiknum, mjög öflugur.

Sigurinn var afar mikilvægur fyrir KR, liðið er nú tveimur stigum á undan FH sem missteig sig hressilega í Víkinni í dag.

Það er gaman að sjá hvernig leikur KR hefur þróast þetta sumarið, bætingarnar eru miklar og sjáanlegar.

Mínus:

Góð frammistaða hjá Keflavík en niðurstaðan er sú sama og svo oft í sumar. Ekkert stig.

KR hefði í fimmta gír slátrað þessum leik, voru stundum að reyna að komast upp með eins lítið og þeir gátu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Í gær

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba