fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Vissi að leikmaður Liverpool yrði stjarna – Keypti hann í Football Manager

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. september 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vincent Kompany, leikmaður Manchester City, hefur lengi vitað að Andy Robertson, leikmaður Liverpool, myndi ná langt.

Robertson hefur náð rosalegum árangri á stuttum tíma en hann spilaði með Dundee United í Skotlandi árið 2014. Í dag spilar hann með Liverpool og er fyrirliði Skotlands.

Kompany elskar að spila tölvuleikinn Football Manager og vissi af Robertson löngu áður en hann kom til Englands.

,,Hvernig sem þú kemst á þennan stað, það er frábært að sjá honum ganga vel,” sagði Kompany.

,,Andy er nú að spila í háum gæðaflokki með Liverpool og er fyrirliði landsliðsins. Hann hefur náð langt á stuttum tíma.”

,,Það er gott að nota hann sem dæmi. Ef þú skoðar öll félög þá eru margir ungir drengir sem eru að koma upp sem eru vanir því að vera boltastrákar eða eitthvað álíka.”

,,Ég vissi hver hann var þegar hann spilaði í Skotlandi, jafnvel áður en hann samdi við Hull City.”

,,Ég spila Football Manager svo ég vissi vel hver hann var. Ég keypti hann í leiknum því það er erfitt að finna góða vinstri bakverði. Ég tók áhættuna með hann og það borgaði sig!”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“

Eysteinn varar við þessari hættu – „Ungir karlmenn eru í mestri hættu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gummi Magg í Breiðablik

Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma