Antoine Griezmann, leikmaður Atletico Madrid, viðurkennir það að hann hafi hafnað liði Barcelona í sumar.
Barcelona vildi fá Griezmann í sínar raðir en hann ákvað að hafna því boði og skrifaði undir nýjan samning við Atletico.
,,Þetta er eins og þegar þú finnur fyrir ást heima hjá þér. Þú vilt ekki fara neitt annað,” sagði Griezmann.
,,Þeir hafa gert allt svo að mér líði vel og þar á meðal fá frábæra leikmenn til liðsins og búa til gott lið.”
,,Það er erfitt að segja nei við lið eins og Barcelona en mér líður vel hérna. Þetta er mitt heimili og ég vil afreka eitthvað frábært.”