Ísland 5-2 Eistland
1-0 Óttar Magnús Karlsson(19’)
2-0 Óttar Magnús Karlsson(22’)
3-0 Samúel Kári Friðjónsson(45’)
4-0 Arnór Sigurðsson(53’)
4-1 Frank Liivak(víti, 61’)
5-1 Albert Guðmundsson(64’)
5-2 Sören Kaldma(68’)
Íslenska U21 landsliðið vann mikilvægan sigur í undankeppni EM í dag er liðið mætti Eistlandi.
Eistland er líklega lakasta lið riðilsins en liðið er á botninum með aðeins eitt stig. Ísland er með 11 stig eftir sigurinn í dag.
Óttar Magnús Karlsson var í stuði á Kópavogsvelli og skoraði fyrstu tvö mörk leiksins til að koma Íslandi í 2-0.
Þeir Samúel Kári Friðjónsson og Arnór Sigurðsson bættu svo við tveimur mörkum áður en Eistar minnkuðu muninn.
Albert Guðmundsson bætti svo við fimmta marki Íslands áður en Sören Kaldma lagaði stöðuna fyrir Eista í 5-2 sigri Íslands.
Ísland er í þriðja sæti riðilsins með 11 stig, einu stigi á eftir Slóvakíu og tíu stigum á eftir toppliði Spánar.