Það fóru fram nokkrir leikir í Þjóðadeildinni í kvöld og á meðal annars stórleikur í Munchen þar sem Þýskaland fékk Frakkland í heimsókn.
Bæði lið tefldu fram mjög sterkum byrjunarliðum í kvöld en því miður fyrir áhorfendur lauk leiknum með markalausu jafntefli.
Lars Lagerback og félagar í norska landsliðinu fengu Kýpur í heimsókn og höfðu betur með tveimur mörkum gegn engu.
Norðmenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og skoraði Stefan Johansen, leikmaður Fulham, bæði mörk liðsins.
Wales vann stórsigur á Írlandi á sama tíma en liðið hafði betur 4-1. Gareth Bale og Aaron Ramsey komust báðir á blað.
Úkraína vann þá Tékkland 2-1 á útivelli og eins gerði Búlgaría góða ferð til Slóveníu og vann einnig 2-1 sigur.
Þýskaland 0-0 Frakkland
Noregur 2-0 Kýpur
1-0 Stefan Johansen
2-0 Stefan Johansen
Wales 4-1 Írland
1-0 Tom Lawrence
2-0 Gareth Bale
3-0 Aaron Ramsey
4-0 Connor Roberts
4-1 Shaun Williams
Tékkland 1-2 Úkraína
1-0 Patrick Schick
1-1 Evgen Konoplyanka
1-2 Oleksandr Zinchenko
Slóvenía 1-2 Búlgaría
0-1 Bozhildar Kraev
1-1 Miha Zajc
1-2 Bozhildar Kraev