Nacho Monreal, leikmaður Arsenal, hefur farið yfir af hverju Mesut Özil spiaði ekki gegn West Ham í 3-1 sigri í þriðju umferð.
Talað var um að Özil hafi lent í rifrildi við Unai Emery, stjóra Arsenal en Monreal segir að það sé kjaftæði.
,,Fólk hefur ekki komið alveg sanngjarnt fram við hann,” sagði varnarmaðurinn við fjölmiðla.
,,Hann er mjög frægur leikmaður og fólk elskar að tala um hann. Undanfarið hefur bara verið talað um slæma hluti.”
,,Eins og síðast, hann var veikur og það er þess vegna sem hann spilaði ekki. Fólk byrjaði að ljúga því að það væru vandamál á milli hans og þjálfarans.”
,,Það var ekki þannig. Hann fékk kvef og var veikur. Þess vegna spilaði hann ekki.”