fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Kolbeinn um að snúa aftur í landsliðið – ,,Maður fær gæsahúð í hvert einasta skipti sem maður klæðist landsliðstreyjunni“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. september 2018 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson, framherji Nantes, í Frakklandi og íslenska landsliðsins er mættur aftur á fullt eftir erfiða tíma. Þessi öflugi framherji hefur náð að æfa síðustu mánuði af krafti.

Kolbeinn er mættur aftur í íslenska landsliðið og kemur líklega við sögu í leikjum liðsins gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. Ljóst er að Kolbeinn gæti nýst landsliðinu afar vel, hann hefur skorað 22 mörk í 44 landsleikjum. Frábær tölfræði, margir töldu að íslenska landsliðið hefði saknað hans á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar.

Meira:
Kolbeinn svarar forsetanum í ítarlegu einkaviðtali – „Ég hef ekki gert neinum eitt eða neitt“

Endurhæfingin Kolbeins hefur verið löng og ströng, hann viðurkennir að þetta hafi tekið mikið á en að komast aftur í landsliðið var einn af þeim hlutum sem hélt honum gangandi.

,,Það var klárlega eitt af markmiðunum í endurhæfingunni. Þetta gefur manni virkilega mikið að spila og vera í kringum þetta lið. Ég er stoltur að spila fyrir Ísland, maður fær gæsahúð í hvert einasta skipti sem maður klæðist landsliðstreyjunni. Fyrst og fremst er ég auðvitað bara ánægður með að vera orðinn heill heilsu. Þetta hefur verið mikil þrautarganga og hefur tekið mikið á, ég get ekki neitað því, en núna lítur þetta bara mjög vel út og ég horfi björtum augum fram á veginn,“ sagði Kolbeinn meðal annarss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gummi Magg í Breiðablik

Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfestir tilboð frá Tottenham

Staðfestir tilboð frá Tottenham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stefnir allt í að goðsögnin verði gjaldþrota – Skuldar um 250 milljónir

Stefnir allt í að goðsögnin verði gjaldþrota – Skuldar um 250 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar
433Sport
Í gær

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið
433Sport
Í gær

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham
433Sport
Í gær

Með brotið hjarta á sjúkrahúsinu en þakkar þeim sem hata sig

Með brotið hjarta á sjúkrahúsinu en þakkar þeim sem hata sig