Fótboltaliðið Sporting 2 de Mayo í Paragvæ hefur fengið nýjan „aðstoðarþjálfara“, en það er flækingshundurinn Tesapara. Tespara mun aðstoða þjálfarann Carlos Saguier. „Hún fylgir mér um völlinn, um gangana og á skrifstofunni“ segir Carlos.
Hundurinn hafði verið í kringum völlinn áður en Carlos tók við starfinu sem þjálfari liðsins, en þegar hann rakst á hana og gaf henni að borða hefur hún ekki ávalt fylgt þjálfaranum.
Leikmenn liðsins ásamt áhorfendum eru afar ánægðir með þennan nýja „aðstoðarþjálfara“ og segja margir að það sé henni að þakka gott gengi liðsins undanfarið.