Þremur leikjum er nú lokið í úrslitakeppni 4.deildar karla og er nú að skýrast hvaða lið mætast í undanúrslitunum.
Aðeins einn leikur er eftir í 8-liða úrslitunum en Kórdrengir leika þessa stundina við Berserki.
Álftanes, Reynir Sandgerði og Skallagrímur tryggðu sér öll farseðilinn í næstu umferð í kvöld.
Álftanes lagði ÍH þægilega 3-1 á heimavelli og hefur samanlagt betur, 5-2. Arnar Már Björgvinsson gerði tvö mörk fyrir Álftanes í leiknum.
Reynir Sangerði og KFS gerðu 3-3 jafntefli en fyrri leiknum lauk með öruggum 6-0 sigri Reynis sem fer áfram.
Skallagrímur bauð þá upp á ótrúlega endurkomu gegn Ými í kvöld eftir að hafa lent 4-0 undir. Liðið kom til baka og jafnaði leikinn í 4-4. Skallagrímur fer áfram samanlagt, 9-6.
Álftanes 3-1 ÍH (5-2)
1-0 Arnar Már Björgvinsson
2-0 Atli Freyr Ottesen Pálsson
3-0 Arnar Már Björgvinsson
3-1 Egill Örn Atlason
Reynir S. 3-3 KFS (9-3)
Ýmir 4-4 Skallagrímur (6-9)
1-0 Samúel Arnar Kjartansson
2-0 Hörður Magnússon
3-0 Samúel Arnar Kjartansson
4-0 Hörður Magnússon
4-1 Ísak Máni Sævarsson
4-2 Guillermo Lamarca
4-3 Guillermo Lamarca
4-4 Guillermo Lamarca