Marcos Alonso, leikmaður Chelsea á Englandi, viðurkennir það að hann hafi horft reiður á dráttinn í Meistaradeildinni á dögunum.
Alonso og félagar í Chelsea spila í Evrópudeildinni á leiktíðinni eftir slakt gengi á síðasta tímabili.
,,Þegar þú sérð dráttinn í Meistaradeildinni í sjónvarpinu og liðið þitt er ekki þar, mig langaði að brjóta sjónvarpið,” sagði Alonso.
,,Ég vona að við lærum af þessu og berjumst á þessu ári um að vinna deildina og komast í Meistaradeildina.”
,,Ég tel að við höfum átt meira skilið á síðustu leiktíð og það eru leiðindi að vera ekki í keppninni á þessu tímabili.”