Didier Drogba er leikmaður sem flestir knattspyrnuaðdáendur þekkja en hann lék lengi með liði Chelsea á Englandi.
Drogba var frábær leikmaður á sínum tíma en hann er fertugur í dag og er enn að spila með liði Phoenix Rising í Bandaríkjunum.
Sonur Drogba er mikill knattspyrnuaaðdáandi og er sérstaklega hrifinn af einum leikmanni sem spilar með Manchester United.
Drogba greindi sjálfur frá því í dag að hann hafi spurt son sinn hver væri hans uppáhalds leikmaður.
,,Ég spurði son minn út í það hver væri hans uppáhalds leikmaður. Ég bjóst við að hann myndi segja ég en hann sagði Jesse Lingard,” sagði Drogba.
Lingard fær reglulega að spila fyrir lið United en hann hefur komið sterkur inn í liðið eftir komu Jose Mourinho.