Ragnar Sigurðsson miðvörður Rostov og íslenska landsliðsins er hættur við að hætta í íslenska landsliðinu. Ragnar tilkynnti eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi að hann væri hættur með landsliðinu.
Ragnar var hins vegar ekki hættur lengi, hann er mættur í landsliðið á nýjan leik. Í fyrsta verkefni eftir að HM í Rússlandi lauk.
Erik Hamren tók við liðinu eftir HM og hann lagði mikla áherslu á að fá Ragnar með, miðvörðurinn hefur verið einn besti leikmaður landsliðsins síðustu ár.
„Ég hafði mínar persónulegu ástæður fyrir því, sem ég vil helst ekkert fara nánar út í,“ sagði Ragnar við Guðmund Benediktsson á Stöð2 í gær.
„En það eru margir búnir að hvetja mig til þess að halda áfram. Margir frá KSÍ hafa hringt í mig og spurt mig út í þetta.“
Hamren talaði við Ragnar og hann er spennur fyrir framhaldinu, Ísland mætir Sviss í Þjóðardeildinni á laugardag.
„Svo talaði ég við nýju þjálfarana og mér finnst eins og það séu spennandi hlutir að fara að koma.“
Hér að neðan má sjá færslu Ragnars á Instagram þar sem hann tilkynnti að hann væri hættur í landsliðinu.