fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Kolbeinn fer yfir þann dimma dal sem hann hefur gengið í gegnum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. september 2018 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuáhugafólk var nokkuð hissa að sjá þegar Kolbeinn Sigþórsson var að nýju valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu nú á dögunum. Þessi magnaði framherji hefur ekki spilað mikið af fótbolta í rúm tvö ár.

Kolbeinn hefur glímt við meiðsli nánast frá því að Evrópumótinu í Frakklandi lauk sumarið 2016. Það horfir hins vegar til betri vegar, Kolbeinn hefur getað æft síðustu mánuði. Það sem er þó verra er að franska liðið, Nantes sem á Kolbein hefur ekki áhuga á að nota hann.

„Heilsan er mjög góð. Búinn að vera heill núna nánast í átta mánuði fyrir utan í mars og apríl, þannig að þetta er búið að líta vel út og gömlu meiðslin ekki búin að trufla mig,“ sagði Kolbeinn við Guðmund Benediktsson á Stöð2 fyrir komandi landsleiki.

Franska liðið Nantes vildi losna við Kolbein í sumar og nokkur lið sýndu áhuga en það gekk ekki í gegn. Félagaskiptaglugginn er lokaður núna og því er staða framherjans erfið

„Þegar ég kom aftur til baka í sumar þá tilkynntu þeir mér það að ég mætti fara, finna mér nýtt lið. Staðan hefur verið þannig síðustu tvo mánuði að ég hef verið að leita mér að liði. En ég er ekki búinn að spila í að verða tvö ár svo það er erfitt að finna lið sem vill gambla á mig.“

Erik Hamren sem tók við íslenska landsliðinu á dögunum ætlar að nýta Kolbein sem varamann, tölfræði hans með íslenska landsliðinu er slík að það gæti borgað sig. Kolbeinn hefur skorað 22 mörk í 44 landsleikjum. Mögnuð tölfræði.

,,Ég tilkynnti honum það að ég væri ekki í leikformi og ekki búinn að spila, eins og hann vissi. Hann spurði mig hvort ég gæti spilað 15-20 mínútur og gæti notað reynslu mína í það. Ég tel mig vera það, þó ég sé kannski ekki í leikformi,“ sagði Kolbeinn en viðtalið má sjá hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsetinn um Sancho: ,,Ég vil fá hann jafn mikið og stuðningsmenn“

Forsetinn um Sancho: ,,Ég vil fá hann jafn mikið og stuðningsmenn“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir tilboð frá Tottenham

Staðfestir tilboð frá Tottenham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool ekki tilbúið að selja Konate þrátt fyrir að vera að kaupa tvo

Liverpool ekki tilbúið að selja Konate þrátt fyrir að vera að kaupa tvo
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bayern hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn sem Chelsea vill burt

Bayern hefur áhuga á að kaupa sóknarmanninn sem Chelsea vill burt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Heftið á lofti í Garðabæ: Staðfesta þriðja erlenda leikmanninn í dag – Hefur verið hjá Ajax og fleiri liðum

Heftið á lofti í Garðabæ: Staðfesta þriðja erlenda leikmanninn í dag – Hefur verið hjá Ajax og fleiri liðum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham