Freyr Alexandersson er hættur með íslenska kvennalandsliðið en hann greindi sjálfur frá þessu í dag.
Freyr hefur náð flottum árangri með liðið síðustu ár en liðið spilaði við Tékkland í undankeppni HM í dag.
Eftir að hafa mistekist að tryggja sér sæti á HM hefur Freyr ákveðið að stíga til hliðar.
Hann mun nú einbeita sér frekar að karlalandsliðinu þar sem hann vinnur við hlið Erik Hamren.
Freyr var landsliðsþjálfari kvenna í um fimm ár en nú þarf KSÍ að ráða nýjan þjálfara inn.