Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur engar áhyggjur af því að hann verði rekinn frá félaginu.
Mourinho hefur verið orðaður við sparkið í sumar eftir erfiða byrjun á tímabilinu en United hefur tapað tveimur af fyrstu fjórum leikjum deildarinnar.
Mourinho hefur sjálfur engar áhyggjur en það er ekki langt síðan hann skrifaði undir nýjan samning.
Mourinho segir að United þyrfti að borga sér himinháa upphæð ef þeir ákveða að reka sig.
,,Þeir segja að starfið sé í hættu en ég held ekki. Ef þeir losa sig við mig, veistu hvað þeir þyrftu að borga mér mikið?” sagði Mourinho.