fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

,,Liverpool það lið sem fólk óttast mest í Evrópu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. september 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að öll lið Evrópu hræðist það að mæta þeim rauðu í dag.

Liverpool er í riðli með Paris Saint-Germain, Napoli og Red Star í Meistaradeildinni en dregið var á miðvikudag.

Barnes segir að riðill Liverpool sé erfiður en hefur þó ekki of miklar áhyggjur. Liverpool komst í úrslit keppninnar á síðustu leiktíð.

,,Þetta hefði getað verið auðveldara og þetta hefði getað verið erfiðara,” sagði Barnes við TalkSport.

,,Napoli og PSG eru tvö mjög góð lið en Napoli er kannski ekki eins sterkt lið og þeir voru fyrir nokkrum árum.”

,,Málið með Liverpool er að ég held að fólk óttist ekkert lið jafn mikið og Liverpool í allri Evrópu.”

,,Við töpuðum úrslitaleik Meistaradeildarinnar en ef þú horfir á hvernig liðið spilar þá er ekkert lið sem vill mæta Liverpool.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns

Segist ekki óttast samkeppni og er ánægður með mörk liðsfélaga síns
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn

Donnarumma ekki valinn í leikmannahópinn
433Sport
Í gær

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Í gær

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Í gær

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin

633 blaðamenn tóku þátt og enginn skilur neitt – Komst ekki í efstu þrjú sætin
433Sport
Í gær

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð