fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Klopp segir að Mignolet hafi átt að tala við sig – ,,Margt verra en að vera númer tvö á góðum launum“

Victor Pálsson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 20:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki alveg nógu sáttur við markvörðinn Simon Mignolet sem ræddi við fjölmiðla á dögunum.

Mignolet var ósáttur með að fá ekki að fara frá félaginu í sumar líkt og samherji sinn, Loris Karius sem samdi við Besiktas á láni.

Mignolet fór því með málin í fjölmiðlar en Klopp segir að hann skilji það að Belginn vilji ekki vera varamarkvörður fyrir Alisson Becker sem kom í sumar.

,,Hann fer ekki frá okkur í dag. Það er lítið vit í því að tala um vandamálin opinberlega,” sagði Klopp.

,,Það er betra að tala ykkar á milli. Ég trúi mikið á það. Þetta var samt í lagi. Þetta gerðist einu sinni og við erum öll manneskjur.”

,,Ef hann væri ánægður með að vera númer tvö myndi ég ekki þekkja hann. Hann er frábær atvinnumaður og markvörður. Auðvitað er hann ekki ánægður með að vera númer tvö.”

,,Það er þó margt verra í heiminum en að vera númer tvö á góðum launum hjá Liverpool.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“

Svaf hjá frægum manni og gagnrýnir kynlífið – ,,Ekki viss um að þeir væru sáttir með svona frammistöðu“
433Sport
Í gær

Gerrard til í að hjálpa Liverpool

Gerrard til í að hjálpa Liverpool
433Sport
Í gær

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 3 dögum

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“