fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
433Sport

Bobby Madley var rekinn vegna Snapchat-skilaboða

433
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bobby Madley, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeildinni, var rekinn vegna Snapchat-myndbands á dögunum. Það kom mörgum á óvart þegar tilkynnt var að Madley myndi ekki dæma í úrvalsdeildinni í vetur en hann hafði dæmt í deildinni frá 2013.

The Sun greinir frá því að Madley hafi verið rekinn eftir að Snapchat-myndband, þar sem hann virðist gera lítið úr fötluðum einstaklingum, fór í umferð.

Það var fyrr í þessum mánuði að tilkynnt var að Madley myndi hætta að dæma af persónulegum ástæðum. Það virðist ekki vera alveg rétt ef marka má The Sun. Madley er sagður hafa tekið mynd af fötluðum einstaklingi þar sem hann lét „móðgandi“ ummæli falla um viðkomandi.

Fylgjandi Madley á Snapchat tók skjáskot af skilaboðunum og sendi til yfirmanna hans hjá enska knattspyrnusambandið. Það varð til þess að Madley var rekinn.

Madley er sagður vera í viðræðum við forsvarsmenn norsku úrvalsdeildarinnar um að taka að sér dómgæslu þar. Madley, sem er 32 ára, á norska unnustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslandsvinurinn tekur undir ummælin um Liverpool: ,,Getur endað illa“

Íslandsvinurinn tekur undir ummælin um Liverpool: ,,Getur endað illa“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi
433Sport
Í gær

Setur pressu á sjálfan sig með númeravalinu

Setur pressu á sjálfan sig með númeravalinu
433Sport
Í gær

Tveir efnilegir lánaðir frá City

Tveir efnilegir lánaðir frá City
433Sport
Í gær

Sagði takk en nei takk við gylliboði frá Sádí

Sagði takk en nei takk við gylliboði frá Sádí
433Sport
Í gær

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Í gær

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað