Það er nú komið á hreint hvaða lið munu leika í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili en undankeppnin kláraðist í kvöld.
Benfica frá Portúgal, PSV Eindhoven frá Hollandi og FK Red Star Belgrade frá Serbíu tryggðu sér sæti í riðlakeppninni í kvöld.
Red Star er líklega það lið sem kom mest á óvart en liðið sló austurríska liðið Salzburg úr leik í kvöld.
Það eru tvö hollensk lið í keppninni þetta árið en Ajax og PSV eru bæði í styrkleikaflokki þrjú.
Hér má sjá öll liðin sem munu taka þátt.