fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Fyrrum landsliðsmaður Englands fékk óvænta og hrollvekjandi heimsókn um miðja nótt

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Mabbutt, fyrrum landsliðsmaður Englnads, lenti í hræðilegu atviki fyrir nokkrum vikum en hann var staddur í Suður-Afríku í fríi.

Þessi 57 ára gamli Englendingur þurfti að fljúga heim til Bretlands og eyddi viku á sjúkrahúsi að jafna sig eftir aðgerð.

Rotta fór illa með Mabbutt er hann var sofandi en hún beit og nagaði í löppina á honum sem skildi eftir sig stórt gat.

Mabbutt var afar öflugur varnarmaður á sínum tíma og lék yfir 400 leiki fyrir Tottenham. Hann spilaði þá 16 landsleiki fyrir England.

,,Eftir alla þessa mótherja og nú loksins er ég tekinn út af rottu,” sagði Mabbutt í samtali við BBC.

,,Ég hafði farið að sofa og um nóttina kom rottan inn í svefnherbergið mitt. Hún klifraði upp í rúmið og byrjaði að naga í löppina á mér.”

,,Ég er með ansi stórt gat á tánni sem nær alla leið að beini og hún át einnig botninn á fætinum.”

,,Hún beit líka þumalputtann á dóttur minni í hinu herberginu. Hún kom inn til mín og sagði mér að ‘eitthvað hafi bitið sig.’ Þú hugsar aðallega um sporðdreka og snáka í Afríku.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Harðlega gagnrýndur á tímabilinu en ætlar sér að verða sá besti í heimi

Harðlega gagnrýndur á tímabilinu en ætlar sér að verða sá besti í heimi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Loksins klár í að spila 90 mínútur

Loksins klár í að spila 90 mínútur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að Glasner muni kveðja 2026

Segir að Glasner muni kveðja 2026
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“