Manchester United hefur alls ekki byrjað tímabilið á Englandi mjög vel en liðið tapaði 3-0 gegn Tottenham í gær.
Tottenham valtaði í raun yfir lið United á Old Trafford og annað tap liðsins í röð staðreynd.
United tapaði 3-2 fyrir Brighton í annarri umferð og er nú með þrjú stig eftir þrjár umferðir.
United vann Leicester City í fyrsta leik deildarinnar 2-1 en náði ekki að fylgja þeim sigri eftir.
Þetta er versta byrjun United í heil 26 ár en þá tapaði liðið einnig tveimur af fyrstu þremur leikjunum.
Tapið gegn Tottenham var þá einnig 50. tap liðsins á heimavelli í sögu úrvalsdeildarinnar.