fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Fabinho hefur ekkert komið við sögu – Fær hjálp frá liðsfélögum

Victor Pálsson
Mánudaginn 27. ágúst 2018 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fabinho gekk í raðir Liverpool frá Monaco í sumar en hann kostaði félagið um 40 milljónir punda.

Fabinho hefur enn ekki komið við sögu hjá Liverpool á leiktíðinni og eru margir sem undra sig á því.

Miðjumaðurinn er heill heilsu og í fínu formi en hann segist enn vera að aðlagast breytingum frá því að hafa spilað í Frakklandi.

,,Ég geri mér grein fyrir öðruvísi leikstíl hérna en hjá Monaco. Við notuðum tvo á miðjunni en hérna eru það yfirleitt þrír,“ sagði Fabinho.

,,Liðsfélagar mínir á miðjunni hafa veitt mér leiðsögn og aðstoð, einnig varnarmennirnir.“

,,Ég vissi að þetta væri breyting og ég hef aðlagast vel. Þú vilt fá leiðsögn frá leikmönnum í kringum þig og frammistaðan á undirbúningstímabilinu var góð.“

,,Þótt að leikkerfið sé öðruvísi þá er þetta líka svipað. Það er hægt að bera liðin saman í því að þau fara úr vörn í sókn mjög hratt og eru með hraða leikmenn fram á við.“

,,Ég vona að ég geti verið eins mikilvægur hér og ég var hjá Monaco.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Í gær

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort KSÍ þurfi að ráðast í þessar breytingar – „Hafi andskotann ekkert bæst“

Spyr hvort KSÍ þurfi að ráðast í þessar breytingar – „Hafi andskotann ekkert bæst“