Dean Saunders, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að enginn leikmaður Manchester United kæmist í lið Liverpool í dag.
United hefur eytt miklu í leikmenn síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið en öll kaupin hafa alls ekki gengið upp.
,,Myndi einhver af þessum leikmönnum komast í lið Liverpool?“ sagði Saunders við TalkSport.
,,Ég er ekki að hrauna yfir Manchester United og vel ekki Liverpool því ég spilaði fyrir þá heldur því þeir eru eitt besta liðið á þessu ári.“
,,United hefur eytt 711 milljónum punda síðan Sir Alex Ferguson hætti og þeir eru örugglega ekki með einn leikmann sem kæmist í lið Liverpool.“
,,De Gea fram yfir Alisson? Kannski. Paul Pogba? Kannski en miðað við það sem er í gangi hjá honum er ég ekki viss um að ég tæki hann.“