Myndbandstæknin VAR vakti mikla athygli á HM í Rússlandi í sumar þar sem hún þótti koma vel út.
Búist er við að VAR verði notað í flestum stærstu deildum Evrópu á næstu árum og einnig á Englandi.
Búið er að opinbera það að VAR verði notað í næstu umferð enska deildarbikarsins en fjórir leikir urðu fyrir valinu.
VAR hefur aldrei verið notað í nokkrum leikjum í einu á Englandi en það verður nú prófað í fyrsta sinn.
Það eru ekki allir sammála um hvort að VAR eigi heima í knattspyrnu eða ekki en leikurinn er stöðvaður í stutta stund þar sem dómarar fara yfir atvik sem gerast í leiknum.
VAR verður notað í næstu umferð deildarbikarsins og urðu þessir leikir fyrir valinu. Umferðin fer fram 28. og 29. ágúst.
Brighton – Southampton
Fulham – Exeter
Leicester – Fleetwood
Everton – Rotherham