Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool og Manchester United, var frábær leikmaður á sínum tíma.
Owen vakti fyrst athygli sem undrabarn hjá Liverpool og vann til að mynda ein Ballon d’Or verðlaun á ferlinum.
Owen lagði skóna á hilluna árið 2013 eftir stutt stoopp hjá Stoke City en hann var þá 33 ára gamall.
Englendingurinn hefur undanfarin ár starfað sem sérfræðingur fyrir BT Sport og á einnig til að lýsa leikjum.
Owen svaraði spurningum aðdáenda á Twitter í dag þar sem við fengum að læra ansi athyglisverða hluti um þennan fyrrum framherja.
,,Ég hef aldrei drukkið te eða kaffi á minni ævi. Ég er nýbúinn að læra hvernig á að búa þessa drykki til,“ sagði Owen á meðal annars en það er afar vinsælt að drekka te á Englandi.
Owen greindi einnig frá því að hann hafi aðeins séð tíu bíómyndir á ævinni en hefur séð myndina Jurassic Park tvisvar.