Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji, spilar með Reading í ensku Championship-deildinni en hann kom þangað frá Wolves.
Jón Daði var í byrjunarliði Reading í kvöld gegn Blackburn en liðið hefur farið erfiðlega af stað í sumar.
Reading var án stiga eftir þrjá leiki fyrir leik kvöldsins en staðan er 2-0 fyrir gestunum er 30 mínútur eru búnar af leiknum.
Leikmenn Blackburn ráða einfaldlega ekki við Jón Daða sem er búinn að skora tvö mörk í fyrri hálfleik.
Jón Daði gerði fyrra mark sitt á 12. mínútu leiksins og það síðara á 26. mínútu. Vonandi fyrir okkar mann þá nær hann þrennunni enda nóg eftir af leiknum.