Jón Daði Böðvarsson átti afar góðan leik fyrir lið Reading í kvöld er liðið mætti Blackburn í næst efstu deild á Englandi.
Jón Daði hefur byrjað tímabilið vel á Englandi en hann skoraði einnig í fyrsta leik tímabilsins í 2-1 tapi gegn Derby.
Reading hefur farið ömurlega af stað í deildinni en liðið er aðeins með eitt stig eftir fjóra leiki og hefur skorað þrjú mörk.
Þessi þrjú mörk hafa öll verið íslensk en Jón Daði gerði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli við Blackburn í kvöld.
Reading hefur því skorað þrjú mörk í deildinni og er það allt okkar manni að þakka sem hefur þrisvar komist á blað.