fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Umboðsmaður Pogba með sprengju á Twitter: Scholes gæti ráðlagt United að selja Pogba

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, ákvað að birta athyglisverða Twitter-færslu í gær en hann tjáir sig þar um franska miðjumanninn.

Pogba hefur verið í umræðunni í sumar en hann er orðaður við brottför frá Manchester United. Barcelona er sagt hafa áhuga.

Margir hafa gagnrýnt Pogba síðustu daga og þá sérstaklega eftir 3-2 tap United gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Það eru fáir sem hafa gagnrýnt Pogba eins mikið og Paul Scholes, fyrrum miðjumaður United, sem vinnur nú fyrir BT Sport.

Raiola setti fram Twitter-færslu í gær þar sem hann hvetur Scholes til þess að gerast yfirmaður knattspyrnumála hjá United.

Raiola telur að Scholes gæti sannfært Ed Woodward, stjórnarformann United, um að selja Pogba fyrst hann er ekki að standa undir væntingum.

Ítalinn greinir einnig frá því að það yrði alls ekki erfitt að selja leikmanninn og segir að það myndi ekki kosta hann svefn á næturnar.

Scholes gagnrýndi Pogba í gær og sagði hann ekki vera leikmanninn til að leiða lið United. Raiola ákvað einnig að svara þeim ummælum Scholes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil

Wrexham fær gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi tímabil
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“

,,Væri frábært að sjá hann þjálfa Arsenal einn daginn“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar
433Sport
Í gær

Brynjólfur orðaður við Genoa

Brynjólfur orðaður við Genoa
433Sport
Í gær

,,Vill einhver tala við mig?“

,,Vill einhver tala við mig?“
433Sport
Í gær

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“

Tók stóra skrefið aðeins 33 ára gamall – ,,Já, ég fór aðeins of snemma“