fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433Sport

Ótrúleg endurkoma Zenit í Evrópudeildinni – Sú stærsta í 33 ár

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 20:20

Úr leik hjá Zenit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var boðið upp á ótrúlega endurkomu í Evrópudeildinni í kvöld er Zenit frá Rússlandi mætti Dinamo Minsk frá Hvíta-Rússlandi.

Zenit er mun sterkara lið á blaði en Dinamo vann fyrri leik liðanna mjög óvænt heima með fjórum mörkum gegn engu.

Zenit var því í mjög erfiðri stöðu fyrir seinni leikinn í kvöld en eins og oft áður í boltanum má aldrei segja aldrei.

Zenit gerði fjögur mörk í venjulegum leiktíma og tryggði framlengingu en Artem Dzyuba, landsliðsframherji Rússa, gerði tvö þeirra.

Dinamo svaraði fyrir sig í framlengingunni og komst yfir og var því á leið áfram á mörkum skoruðum á útivelli.

Zenit skoraði hins vegar fjögur mörk á aðeins 11 mínútum í síðari hálfleik framlengingarinnar og vann leikinn 8-1!

Þetta er stærsta endurkoma Evrópudeildarinnar í 33 ár og því um ótrúleg úrslit að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Alisson yfirgaf herbúðir Liverpool

Alisson yfirgaf herbúðir Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“
433Sport
Í gær

Greina frá afar sorglegu andláti – Verður minnst um helgina

Greina frá afar sorglegu andláti – Verður minnst um helgina
433Sport
Í gær

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið