fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Eitt furðulegasta viðtal knattspyrnusögunnar – Notaði túlk en heimtaði að svara sjálfur

Victor Pálsson
Mánudaginn 6. ágúst 2018 09:05

Bielsa þjálfari Leeds United (lengst til hægri)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcelo Bielsa tók við liði Leeds United í sumar en hann er gríðarlega reyndur stjóri og hefur komið víða við.

Bielsa er mjög litríkur karakter en hann sá sína menn sigra Stoke City 3-1 í fyrsta leik tímabilsins í ensku Championship-deildinni í gær.

Viðtal Sky Sports við Bielsa eftir leik vekur nú mikla athygli en Argentínumaðurinn hefur enn ekki náð góðum tökum á enska tungumálinu.

Bielsa mætti í viðtalið ásamt túlk sem þýddi spurningar blaðamanns yfir á spænsku svo sá argentínski gæti svarað fyrir sig.

Venjan er að þeir sem tali ekki ensku svari fyrir sig á móðurmálinu en eins og áður sagði er Bielsa afar sérstakur karakter.

Ferlið fór svona: Blaðamaður spyr Bielsa á ensku – Túlkur spyr Bielsa sömu spurningu á spænsku – Bielsa svarar á móðurmálinu – Túlkur þýðir svo svar Bielsa yfir á ensku en mátti þó sjálfur ekki svara í míkrafóninn heldur reyndi Bielsa sitt besta sem kom skrautlega út!

Það er þó á hreinu að Bielsa er að reyna sitt besta í að læra tungumálið en hann kunni varla orð í ensku er hann tók við liðinu í sumar.

Þetta er allt gríðarlega flókið en myndbandið hér fyrir neðan talar sínu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal staðfestir komu Gyokores

Arsenal staðfestir komu Gyokores
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gyokores búinn að skrifa undir hjá Arsenal

Gyokores búinn að skrifa undir hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins
433Sport
Í gær

Steinhissa þegar hún fékk mörg skilaboð frá heimsfrægum mönnum – ,,Þið vitið öll hverjir þeir eru“

Steinhissa þegar hún fékk mörg skilaboð frá heimsfrægum mönnum – ,,Þið vitið öll hverjir þeir eru“
433Sport
Í gær

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“