fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Segir Klopp að halda sig frá þessum leikmanni – Er ekki þess virði

Victor Pálsson
Laugardaginn 4. ágúst 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jerome Boateng, leikmaður Bayern Munchen, vill komast burt frá félaginu í sumar og taka við nýrri áskorun.

Boateng staðfesti það sjálfur fyrr í sumar en hann hefur afrekað mikið hjá Bayern þar sem hann er fastamaður.

Steve Nicol, fyrrum varnarmaður Liverpool á Englandi, vonar þó að Jurgen Klopp, stjóri liðsins, reyni ekki að við Boateng í sumar.

Klopp er sagður vera á eftir varnarmanni en Nicol telur það of mikla áhættu að fá Boateng til félagsins.

,,Ég er ekki mikill aðdáandi. Undanfarna 12 mánuði þá hefur hann glímt við meiðsli og hefur ekki verið í standi. Svarið þessa stundina væri nei,“ sagði Nicol.

Boateng hefur verið orðaður við Manchester United í sumar en Klopp þekkir vel til hans eftir að hafa stýrt Borussia Dortmund í dágóðan tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins