Bayern Munchen í Þýskalandi hefur fest kaup á vængmanninum Alphonso Davies.
Davies er aðeins 17 ára gamall en hann hefur undanfarin ár spilað með Vancouver Whitecaps í MLS deildinni.
Davies kemur frá Kanada og er nú þegar leikmaður A landsliðsins en hann á að baki sex leiki og hefur gert í þeim þrjú mörk.
Davies er dýrasti leikmaður í sögu MLS deildarinnar en Bayern er talið borga 16 milljónir punda fyrir strákinn.
Vængmaðurinn spilaði með Vancouver gegn Minnesota FC í gær í leik sem Vancouver vann, 4-2.
Þar sýndi Davies af hverju Bayern ákvað að kaupa sig en hann skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í leiknum.
Sjón er sögu ríkari.
Simply amazing, @AlphonsoDavies ? pic.twitter.com/Gh48fQZGrx
— Major League Soccer (@MLS) 29 July 2018