Kevin-Prince Boateng, leikmaður Sassuolo á Ítalíu, líkir sjálfum sér við Cristiano Ronaldo, leikmann Juventus.
Boateng er líklega stærsta stjarna Sassuolo en hann gekk í raðir ítalska félagsins frá Frankfurt í Þýskalandi.
Ronaldo gekk þá í raðir Juventus frá Real Madrid í sumar en þeir eru líklega tvær stærstu stjörnur sinna liða.
,,Er ég Cristiano Ronaldo í liði Sassuolo? Já, kannski en ég þarf ennþá að skora 500 mörk í viðbót,“ sagði Boateng.
,,Ég væri til í að sigra hann en fyrst þá þarftu að vinna Juventus og þeir eru með mjög góða leikmenn.“
,,Ég get ekki gert það einn, ég þarf hjálp frá liðsfélögunum. Ég get ekki gert þetta sjálfur.“