Bayern Munchen í Þýskalandi hefur tryggt sér vængmanninn Alphonso Davies sem spilar með Vancouver Whitecaps.
Þetta var staðfest í gær en Davies er aðeins 17 ára gamall er og er talinn gríðarlegt efni.
Þrátt fyrir ungan aldur á Davies að baki 54 leiki fyrir aðallið Vancouver sem spilar í bandarísku MLS deildinni.
Davies er þá einnig kanadískur landsliðsmaður en hann hefur spilað sex landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk.
Bayern borgar 22 milljónir dollara fyrir Davies og er hann því dýrasti leikmaður í sögu MLS-deildarinnar.