Stórfurðulegt atvik átti sér stað í Skotlandi í kvöld er lið Queen’s Park mætti St. Mirren í Betfred bikarnum.
St. Mirren hafði betur í leik kvöldsins eftir vítaspyrnukeppni en ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma.
Markvörður St. Mirren, Craig Samson, þurfti að hreinsa aðeins til undir lok leiksins er óboðinn gestur lá á vellinum.
Samson þurfti að fjarlægja dauðan íkorna af vellinum eftir að mávur hafði óvart skilið kvöldmatinn eftir.
Queen’s Park greindi frá þessu á Twitter síðu sinni á meðan leiknum stóð og hefur tístið vakið mikla athygli.
Þeir hafa séð margt furðulegt í gegnum árin á heimavelli sínum, Hampden en atvik kvöldsins er líklega í sérflokki.
90′ We’ve seen some strange things at Hampden but St Mirren keeper Craig Samson has just been forced to remove what looks like a dead squirrel dropped onto the pitch by a seagull. Entertainment at its best.
— Queen’s Park FC (@queensparkfc) 24 July 2018