Antonio Conte mun ekki stýra liði Chelsea á næstu leiktíð eins og hann hefur gert undanfarin tvö ár.
Framtíð Conte hefur verið í óvissu í allt sumar en nú er það komið í ljós að hann fær sparkið á Stamford Bridge.
Samkvæmt Mirror þá hafnaði Conte því að taka við liði Real Madrid í sumar eftir að Zinedine Zidane hætti þar skyndilega.
Conte var svo ákveðinn í því að láta Chelsea reka sig að hann neitaði starfstilboðinu á Santiago Bernabeu.
Conte vildi fá samninginn sinn hjá Chelsea borgaðan upp en hann átti eitt ár eftir á Englandi og neitaði að segja upp.
Chelsea hefur nú orðið að ósk Conte sem mun fá væna summu eftir að hafa verið leystur undan störfum.